Moelven Byggmodul hannar og framleiðir norskar gæðaeiningar úr viði. Einingarnar verða að öruggum og traustum byggingum eins og t.d. skólum, leikskólum, vinnu- og dagrýmum, mötuneytum, skrifstofum, hótelum og stúdentaíbúðum.
Norskar gæðaeiningar úr viði
Framleiðslan á viðargrunni fer fram í verksmiðjunni okkar í Moelv. Á meðan grunnvinna fer fram á byggingarstað getum við framleitt einingar með háu fullnaðarstigi inni í þurru og hreinu umhverfi verksmiðjunnar.
Í verksmiðjunni vinna sérfræðingar á sviði bygginga, lagnakerfi, rafmagns, sjálfvirkni og lása aman. Vélmenni sem undirbúa efni og iðnvædd framleiðsla í gegnum verksmiðjuna eru meðal þeirra kosta sem fylgja því að velja einingabyggingar.
Flest tilbúið í einingunum
Þegar einingarnar eru teknar af færibandinu og settar á flutningabíla er stór hluti innréttinganna þegar kominn á sinn stað. Það er algengt að eldhúsinnréttingar með heimilistækjum, fataskápar, rúm með dýnum, skrifborð, sjónvörp, sófar og fullbúin baðherbergi séu þegar til staðar þegar einingarnar koma á byggingarstað, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar í Evrópu.
Þegar einingarnar eru fluttar á byggingarstað er allt tilbúið til að uppsetning og lokafrágangur byggingarinnar geti farið fram á mjög skilvirkan hátt.